miðvikudagur, 21. febrúar 2007

Sælar stelpur og takk fyrir síðast!

Endilega komið með tillögur um nafn á félagsskapnum okkar, veljum svo úr tillögum á næsta fundi.

Okkur langar að senda út sendibréf einu sinni enn til allra kvenna í Borgarhreppnum þar sem við bendum á Ólöfu Maríu sem forsvarskonu og konum bent á að hafa samband við hana ef þær vilja komast á póstlistann eða koma með hugmyndir/athugasemdir. Netfang Ólafar Maríu er: ferjubakki2@emax.is.

Ólöf ætlaði einnig að kanna með húsnæðismál.

Okkur langar að gera eitthvað skemmtilegt um páskana, gæti verið gaman að hittast í páskaföndur og kaffi. Endilega komið með hugmyndir á næsta fund. Eða sendið tölvupóst.
Stofnað hefur verið þetta netfang: hreppskonur@gmail.com

Gaman væri að halda til haga pistlum af hreppsmóti, gömlum dagbókarfærslum úr hreppnum, lýsingum, vísum og öðru skemmtilegu. Anna Dröfn skipaður ritari ætlar að hafa yfirumsjón með því. Áhugasamir um verkið endilega hafið samband við hana, netfang: annadr@simnet.is, sími: 437-1775.

Svo flugu náttúrulega hugmyndirnar hérna í gær eins og er svo gaman þegar við hittumst. Gaman væri að heyra í fleirum hvað mætti helst gerast í hreppnum. Endilega ekki hika við að hafa samband. Skilja eftir athugasemdir á heimasíðunni, senda stelpunum póst eða hnippa í konur í kaupfélaginu!

Ákveðið var að halda fund þriðja þriðjudag í hverjum mánuði. Þá er það næst þriðjudaginn 20.mars, staðsetning nánar auglýst síðar.

Allar athugasemdir vel þegnar!

Bestu kveðjur,
Hreppskonur!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ, líst vel á ykkur dugnaðarkonur, reyni að mæta næst og taka Gunnu með. kv. Lína