fimmtudagur, 27. september 2007

Vetrarstarfið komið á fullt

Jæja jæja Gufur, smá updait. Helst er það að frétta að vetrastarfið okkar er komið á fullt. Erum þegar búnar að halda einn fund og einn viðburð sem var Réttarkaffið ógurlega. Skemmst er frá því að segja að ekki var tap á því en hefði verið allt í lagi að fá fleiri. Skipulagsfundur var haldin heima hjá Sigrúnu vikuna áður og settum við persónulegt met í fundarhaldi þar sem hann var svo snöggur, málefnin rædd og næstum ekkert slúður og blabla með! Enda við allar mjög uppteknar sveitakonur.

Nú næsta þriðjudag verður svo fundur hér á Ferjubakka II (Miðbæjarkotinu mínu) og er mæting klukkan átta eða 20:00. Verður einungis eitt mál á dagskrá og er það leynilegt (nú verða allar að mæta :)). Ég mun kannski baka eina drulluköku með kaffinu af því að þið eruð allar svo tuskulegar eftir sumarið og verðið að safna smá vetrarforða á ykkur. Ég hvet ykkur allar til að mæta og hlæja að bökunarhæfileikum mínum og ræða skemmtileg mál.

Kveðja af Bakkanum
Ólöf María