mánudagur, 26. febrúar 2007

Fréttir af húsnæðismálum

Ég sendi eftir farandi bréf til Borgarbyggðar í gær;

Kæra sveitastjórn.

Við erum ný hreyfing kvenna í Borgarhrepp hinum forna sem höfum það að markmiði að auka félagsleg tengsl í hreppnum. Höfum við margt á prjónunum í þeim efnum og má þar nefna meðal annars fjölskylduskemmtun á Jónsmessunni, jólatréskemmtun (sem hefur til nokkurra ára legið niðri í hreppnum), bingó og spilakvöld fyrir alla fjölskylduna og margt, margt fleira. Að sjálfsögðu eru skemmtanir okkar opnar öllum íbúum Borgarbyggðar þó svo upphaflegt markmið sé að auka félagsandann í dreifbýlinu.

Til þess að við getum starfað sem félag þurfum við á fundaraðstöðu að halda og einnig hús til að halda fyrirhugaðar skemmtanir í. Við erum svo heppin að hafa ágætt félagsheimili hér í Borgarhrepp. Valfell er alveg tilvalið til þess konar skemmtana sem við höfum í huga. En því miður er félagsheimilið okkar ekki í nógu góðu ásigkomulagi og vantar margt þar inn sem í dag telst nauðsynlegt til að geta haldið starfsemi í þess konar húsi. Má þar nefna uppþvottavél, ískáp og jafnvel er ekki einu sinni til tappi í eldhúsvaskinum svo á síðasta hreppsmóti mátti gjöra svo vel að vaska upp í bala.

Okkur datt því í hug að bjóða Borgarbyggð að við myndum safna fyrir þessum helstu hlutum sem vantar í Valfell og í staðinn fáum við að halda okkar fundi 1 sinnum í mánuði og allt að 5 uppákomur á ári í húsinu endurgjaldslaust. Við höfðum hugsað okkur að við myndum t.d. byrja á að safna fyrir ískáp þetta árið og svo uppþvottavél á því næsta o.s.fr.

Við teljum að báðir hagsmuna aðilar munu græða á þessu fyrirkomulagi. Ef húsið er í betra ástandi vilja fleiri taka það á leigu, og við sem ný stofnað félag með engan höfuðstól höfum þá húsnæði undir starfsemi okkar.
Því er von okkar að þið bregðist vel og fljótt við bón okkar svo við getum haldið áfram að gera okkar ágæta sveitafélag enn betra.

Fyrir hönd ónefnda menningarfélags kvenna í Borgarhrepp

Ólöf María Brynjarsdóttir
Ferjubakka II

Fékk ég svar í morgun fyrst frá Páli S. Brynjarssyni um það að hann hafi sent fyrirspurn okkar til Guðrúnar Jónsdóttur menningarfulltrúa, hún sendi mér skeyti nokkru síðar um að hún þyrfti nokkurn tíma til að kanna stöðuna en hvatti okkur til að sækja um styrk hjá Menningarsjóði Borgarbyggðar (sem ég sagði henni að við værum nú þegar að gera í svari mínu til hennar) en hún sagði einnig að sú umsókn okkar hefði engin áhrif á það hvort við gerðum svo samstarfsamning við sveitarfélagið um not á Valfelli eða ekki, sem ég var mjög ánægð með. Enda tel ég að þeir græði ekkert síður á því en við að gera þennan samning við okkur.

Sigrún Elíasar er að klára umsóknina fyrir okkur til menningarfélagsins og mun hún skila henni á morgun, er ég ekki með alveg á hreinu hversu háa upphæð hún vænist eftir en var viðmiðið hjá okkur í upphafi 200.000.
Verður vonandi komin niðurstaða í bæði þessi mál á næsta fundi sem er 20. mars n.k.

Ekkert frekar að frétta í bili hér
Ólöf María

miðvikudagur, 21. febrúar 2007

Þarf að vera með og prufa líka....

Já ég er svo manísk að ég þarf að prófa líka allt svona nýtt, god ég er svo spennt yfir þessu öllu hjá okkur og er stolt af okkur að vera komnar af stað með þetta, Anna Dröfn þú ert snilli!

Mér datt nú í hug, af því að ég er búin að keyra nokkrar ferðir í Borgarnes í dag með börnin mín á öskudagsböll, að hvernig væri nú ef við héldum okkar eigin öskudagsball? Kannski eitthvað til að stefna að á næsta ári? Komum saman með börnin okkar (jafnvel bara auglýsum) sláum köttinn úr tunnunni, dönsum og syngjum fjölskyldan saman og allir í furðufötum. Gæti verið skemmtilegt, er þa'ggi?

Jæja er búin að prófa líka svo ég get verið rónni.
Heyrumst svo sem fyrst
Kveðja frá Ferjubakka, Ólöf María

...

Nú er commentakerfið opið öllum, smá stillingaratriði að gera sig hérna...

Anna Dröfn.
Sælar stelpur og takk fyrir síðast!

Endilega komið með tillögur um nafn á félagsskapnum okkar, veljum svo úr tillögum á næsta fundi.

Okkur langar að senda út sendibréf einu sinni enn til allra kvenna í Borgarhreppnum þar sem við bendum á Ólöfu Maríu sem forsvarskonu og konum bent á að hafa samband við hana ef þær vilja komast á póstlistann eða koma með hugmyndir/athugasemdir. Netfang Ólafar Maríu er: ferjubakki2@emax.is.

Ólöf ætlaði einnig að kanna með húsnæðismál.

Okkur langar að gera eitthvað skemmtilegt um páskana, gæti verið gaman að hittast í páskaföndur og kaffi. Endilega komið með hugmyndir á næsta fund. Eða sendið tölvupóst.
Stofnað hefur verið þetta netfang: hreppskonur@gmail.com

Gaman væri að halda til haga pistlum af hreppsmóti, gömlum dagbókarfærslum úr hreppnum, lýsingum, vísum og öðru skemmtilegu. Anna Dröfn skipaður ritari ætlar að hafa yfirumsjón með því. Áhugasamir um verkið endilega hafið samband við hana, netfang: annadr@simnet.is, sími: 437-1775.

Svo flugu náttúrulega hugmyndirnar hérna í gær eins og er svo gaman þegar við hittumst. Gaman væri að heyra í fleirum hvað mætti helst gerast í hreppnum. Endilega ekki hika við að hafa samband. Skilja eftir athugasemdir á heimasíðunni, senda stelpunum póst eða hnippa í konur í kaupfélaginu!

Ákveðið var að halda fund þriðja þriðjudag í hverjum mánuði. Þá er það næst þriðjudaginn 20.mars, staðsetning nánar auglýst síðar.

Allar athugasemdir vel þegnar!

Bestu kveðjur,
Hreppskonur!

Prufa

Prufa!