sunnudagur, 20. maí 2007

Fundur

Jæja, jæja það er komið að því Gufur!!
Jónsmessan nálgast óðfluga og við ætlum að fara af stað með okkar "árlega" Jónsmessuævintýr. Því verður skipulagsfundur núna á miðvikudaginn 23 maí klukkan 20:00 í Valfelli. Það er mjög mikilvægt að við mætum allar því það er margt að gera og mikið að starfa svo allt geti smollið saman vel og vendilega.

Svo mínar ástkæru takið frá miðvikudagskvöldið næsta og mætið í gott spjall í Valfellið okkar!
Sjáumst hressar og kátar með vor í lund
Kveðja Ólöf María