mánudagur, 23. apríl 2007

Allt komið á fullt!

Sumarið er tíminn ... segir skáldið og það á aldeilis við um okkur Gufurnar (kosið var um nafn á okkur hreppskonur á síðasta félagsfundi og varð niðurstaðan s.s. sú að félagið myndi heita Gufurnar sbr. Gufuá).

Gufurnar hafa staðið í ströngu það sem af er sumri. Sumardaginn fyrsta var haldið fjölskyldubingó í Valfelli, þar sem vinningar voru aldeilis ekki af verri endanum og dreifðust vinningar nokkuð jafnt á milli spilara... þó vissulega örlaði á að sumir væru heppnari en aðrir. Í hléinu var boðið var upp á kaffisopa, mjólk og rjúkandi vöfflur með rjóma. Sjá mátti glitta í tár á hvarmi nokkurra Gufa og var það vökvi sem lét í ljós stolt og gleði yfir því að 1sta alvöru verkefnið vera að baki.

Pourquoi Pas? Ekki var fyrr búið að vaska upp vöfflujárnin eftir sumardaginn fyrsta, fyrr en næsta verkefni leit dagsins ljós. Safnahúsið stóð að enduropnun sýningarinnar um strand Pourquoi Pas? og hann Sævar var svo elskulegur að bjóða okkur það verkefni að sjá um að veita veitingar því samhliða. Gufurnar gripu það kosta boð að sjálfsögðu, brettu upp ermar og skelltu á sig svuntum og hlaupaskónum og skiptu liði. Ein sá um að dekra við sýningargesti í efra pakkhúsinu í Englendingavík þar sem kaffiaðstaðan var. Ein plantaði sér í bækistöðvum vinstri grænna og stóð þar og skiptist á að laga kaffi og búa til vöfflustafla. Lentum reyndar í byrjunarörðugleikum með rafmagnsmál, en það leystist nú fljótt og greiðlega úr þeim. Sú þriðja var á hlaupaskónum og hljóp með góðgætið á milli húsa og bakaði eða aðstoðaði í veitingasal eftir því sem á þurfti að halda

Ljómandi, alveg ljómandi gott sumar hjá Gufunum, só far.

Kv. Eva