miðvikudagur, 21. febrúar 2007

Þarf að vera með og prufa líka....

Já ég er svo manísk að ég þarf að prófa líka allt svona nýtt, god ég er svo spennt yfir þessu öllu hjá okkur og er stolt af okkur að vera komnar af stað með þetta, Anna Dröfn þú ert snilli!

Mér datt nú í hug, af því að ég er búin að keyra nokkrar ferðir í Borgarnes í dag með börnin mín á öskudagsböll, að hvernig væri nú ef við héldum okkar eigin öskudagsball? Kannski eitthvað til að stefna að á næsta ári? Komum saman með börnin okkar (jafnvel bara auglýsum) sláum köttinn úr tunnunni, dönsum og syngjum fjölskyldan saman og allir í furðufötum. Gæti verið skemmtilegt, er þa'ggi?

Jæja er búin að prófa líka svo ég get verið rónni.
Heyrumst svo sem fyrst
Kveðja frá Ferjubakka, Ólöf María

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er góð hugmynd Olla mín. Punktum það hjá okkur.. við höfum alveg ár til að melta þetta ;)
híhí.
kv. Eva